Gagnrýnir seinagang í aðgerðum á Suðurnesjum

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að draga lappirnar í aðgerðum til að bæta hag Suðurnesja sem boðaðar voru í byrjun nóvember.

Stóri bitinn á þeim aðgerðalista hafi verið hugsanlegur flutningur Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðið á Miðnesheiði. Var samþykkt að framkvæma hagkvæmniathugun á þeim kosti og átti henni að vera lokið fyrir 1. febrúar.

„Á samráðsfundi sveitarstjórnarfólks og Suðurnesjamanna með fulltrúum stjórnvalda fyrir helgi kemur svo í ljós að þessi vinna við flutning Gæslunnar er alls ekkert hafin. Það er ekkert búið að gera. Þá eru farnir þarna tveir mánuðir í súginn. Ég gagnrýni það að það sé verið að veifa þessu á hátíðarstundum fyrir framan Suðurnesjamenn og svo er ekkert gert til að fylgja þessu eftir,“ segir Ragnheiður Elín.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert