Ný neysluviðmið kynnt í dag

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. mbl.is/Ómar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun kynna í dag skýrslu starfshóps um neysluviðmið.

Er þessum viðmiðum ætlað að endurspegla mánaðarleg útgjöld landsmanna, skipt eftir fjölskyldugerð og aðstæðum. Byggist skýrslan að nokkru leyti á nefndaráliti sem unnið var fyrir viðskiptaráðherra árið 2006 en hefur verið uppfært í meginatriðum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að aðilar vinnumarkaðarins hafi beðið í ofvæni eftir þessum upplýsingum, sem talin eru skipta mjög miklu fyrir viðræður um endurnýjun kjarasamninga.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert