Kísilver í Helguvík?

Helguvík.
Helguvík.

Búist er við að undirritaðir verði samningar á föstudag um uppbyggingu kísilvers í Helguvík. Um 18 milljarða króna fjárfestingu er að ræða og reiknað með að framkvæmdir hefjist eftir þrjá mánuði, samkvæmt frétt Stöðvar 2 í kvöld.

Þar kom fram að kísilverinu hafi verið mörkuð lóð við höfnina í Helguvík. Bandarískt fyrirtæki hefur ásamt íslenskum samstarfsaðilum undirbúið verkefnið í fjögur ár. Herma heimildir Stöðvar 2 að vel gangi að binda endahnúta á samninga og stefnt að undirritun næsta föstudag, þeirra á meðal orkusamninga við Landsvirkjun og HS Orku. Kísilverið þarf 65 MW raforku, sem samsvarar hálfri Sultartangavirkjun, og er sú orka þegar sögð til í kerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert