Varar við stormi í kvöld og nótt

Spáð er slæmu veðri suðvestanlands og á vesturlandi í kvöld.
Spáð er slæmu veðri suðvestanlands og á vesturlandi í kvöld. mbl.is/Rax

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun, en búist er við að vindur verði meira en 20 m/s suðvestan- og vestanlands í kvöld og nótt.

Spáð er suðvestanátt, víða 8-15 m/s og él, í dag. Bjart verður með köflum austanlands. Í kvöld gengur í suðaustan 15-23 með rigning suðvestan- og vestanlands. Hægari vindur verður norðaustanlands og úrkomulítið. Síðan er reiknað með að snúist aftur í stífa suðvestanátt með éljum á morgun, en sunnan hvassviðri og rigning austast á landinu fram að hádegi. Hiti verður 0 til 5 stig, en það hlýnar um tíma í kvöld og nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert