Enn skelfur jörð

Við Krýsuvík.
Við Krýsuvík. Rax / Ragnar Axelsson

Greinilegur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú laust fyrir klukkan 18. Samkvæmt skjálftakorti Veðurstofu Íslands var skjálftinn ögn minni en síðustu daga eða 3,7 stig.

Upptökin eru 1,0 km NA af Krýsuvík á 3,8 km dýpi. Stöðugar hræringar hafa verið á svæðinu í dag en til þessa hefur enginn skjálfti náð yfir 3 stig.

Uppfært kl. 18:27 

Steinunn Jakobsdóttir jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni segir að skjálftinn, sem varð kl. 17:57, hafi komið upp örlítið sunnar en stóru skjálftarnir tveir á sunnudag en virðist vera á sömu sprungu. „Þetta er með svipuðum hætti og það hefur verið og hún greinilega heldur áfram að koma með þetta stóra skjálfta, því þessi fer langleiðina upp í stærð fyrsta skjálftans," segir Steinunn.

Hinsvegar virðist ekki vera eins mikil eftirskjálftavirkni eftir þennan skjálfta eins og stóru skjálftana tvo á sunnudag.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert