Bílar munu verða dýrari

Ekki er hægt að búast við því að bílaverð á næstu árum verði eitthvað í líkingu við það sem sást þegar gengi krónu var hvað sterkast á árunum fyrir efnahagshrunið.

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður hvaða væntingar neytendur geti gert sér til almenns neyslumynsturs á næstu árum. Vilhjálmur leggur sem kunnugt er áherslu á að kjarastyrking náist fremur í gegn með styrkingu krónu og atvinnusköpun en með beinum launahækkunum, sem hann telur vegvísi um aukna verðbólgu.

Spurður um markmið í gjaldeyrismálum kveðst hann binda vonir við að krónan styrkist um 15% á næstu þremur árum. Því verði íslenskir neytendur að búa sig undir kaupmátt í samræmi við það sem byggist á raunhæfum grunni en ekki lántökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert