Hafði í hótunum

Viðskiptavinur, sem var í Arion banka í Kringlunni í morgun, fór ósáttur á brott. Hann hafði samband símleiðis við bankann eftir hádegið og hafði í hótunum og sagðist ætla að koma þangað með skotvopn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var haft upp á viðskiptavininum og rætt við hann. Segir lögregla að ekki  hafi verið það snið á viðkomandi að hann ætlaði að fylgja hótunum sínum eftir, enda staddur heima hjá sér þegar lögregla hafði samband við hann.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert