Spyr um myndir af Jóhönnu og Steingrími

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ómar Óskarsson

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni í dag hvers vegna stuðningsmenn þess að fyrirliggjandi Icesave-samningar verði samþykktir hafi ekki kosið að birta myndir af ráðherrum í núverandi ríkisstjórn í blaðaauglýsingum sínum.

„Af einhverjum ástæðum hefur Áfram-hópurinn enn ekki séð ástæðu til að birta myndir af þeim sem lögðu Icesave-frumvarpið fram, börðust fyrir því og hafa mesta pólitíska hagsmuni af því að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það eru ráðherrar núverandi ríkisstjórnar og þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna,“ segir Sigurður Kári.

Hann spyr síðan hvers vegna ekki hafi birst myndir af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, eða Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í auglýsingum til stuðnings Icesave-samningunum.

„Getur verið að ástæðan sé sú að Áfram-hópurinn telur að það skaði málstaðinn að birta myndir af þessu ágæta fólki?“ spyr þingmaður Sjálfstæðisflokksins að lokum.

Heimasíða Sigurðar Kára

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert