Menn verða að hafa kjark

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á fundinum í dag.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn

„Ég er sammála þeim sem halda því fram að þeim mun lengur sem málið er óleyst þeim mun dýrara og skaðlegra verður það fyrir íslenska þjóð,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á opnum fundi um Icesave, sem nú stendur yfir í Háskóla Íslands. með forystuflokki stjórnmálaflokkanna.

„Menn verða að harfa kjark til að horfast í augu við þær efnahagslegu afleiðingar sem blasa við ef ekki tekst að ljúka Icesave deilunni með sátt nú um helgina," sagði Jóhanna. 

Hún sagði að málið snúist ekki um ríkisstjórnina, ekki um einstaka flokka, ESB eða EES, atkvæðagreiðslan snúist um lífskjör á Íslandi og hversu hratt þjóðin vinni sig út úr kreppunni.

„Lausn deilunnar skiptir samfélagið gríðarlegu máli,“ sagði Jóhanna. „Þá fyrst getur ríkissjóður sótt sér fjármögnun á erlendum vettvangi. Þá fyrst getur Seðlabankinn vænst þess að aflétta gjaldeyrishöftum á eðlilegum hraða. Þá fyrst sjá menn fyrir endann á fjármögnun Búðarhálsvirkjunnar og þær 80 milljarða framkvæmdir sem hanga á þeirri spýtu verði að veruleika. Þá fyrsta geta sveitarfélög, orkufyrirtæki og fyrirtæki sem hyggja á framkvæmdir eða endurfjármögnun skulda vænst þess að úr rætist. Þá fyrst geta menn vænst þess að hagur íslenskra fyrirtækja og heimila fari að vænkast á ný. Um þetta kjósum við í raun í atkvæðagreiðslunni um Icesave.“ Verði svarið nei muni lánshæfismat hinsvegar lækka og setja Ísland í ruslflokk.

„Já er leiðin áfram,“ sagði Jóhanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert