Meirihluti með lögunum í Reykjavík

Kjörkassar fluttir í borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu þar sem atkvæði verða …
Kjörkassar fluttir í borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu þar sem atkvæði verða talin. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi suður hafði greitt atkvæði með Icesave-lögunum samkvæmt fyrstu tölum úr kjördæminu. Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu ívið fleiri sagt nei samkvæmt fyrstu tölum.

Þegar talin höfðu verið 10.569 atkvæði í Reykjavík suður höfðu 5620, eða 53,9% sagt já en 4808 eða 45,1% sagt já. 

Þegar talin höfðu verið 4215 atkvæði í Reykjavík norður höfðu 1987 sagt já, eða 48,7%, en 2093 sagt nei eða 51,3%.

Þegar tölur höfðu verið birtar úr öllum kjördæmum höfðu 56,8% sagt nei en 43,2% já. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert