Landskjörstjórn hittist í dag

Landskjörstjórn tekur við kjörgögnum í dag.
Landskjörstjórn tekur við kjörgögnum í dag. mbl.is/Golli

Landskjörstjórn kemur saman til fundar klukkan 15.00 í dag til að taka við kjörgögnum frá kjörstjórnum að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.

Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, sagði að landskjörstjórn haldi annan fund á föstudaginn kemur til að úrskurða um vafaatkvæði og kærur ef einhverjar eru.

Endanleg tilkynning um heildar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður ekki gefin út fyrr en skorið hefur verið úr öllum vafa, sé hann fyrir hendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert