Samfylkingin fundar í maí

Ákveðið hefur verið að halda flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar dagana 28. og 29. maí samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastýru Samfylkingarinnar.

Upphaflega stóð til að fundurinn yrði haldinn 9. apríl en þann dag fór þjóðaratkvæðagreiðslan fram um Icesave-lögin og var því ákveðið að fresta honum fram í maí.

Rúmlega 200 flokksfélagar eiga sæti í flokksstjórninni sem hefur æðsta vald í öllum málefnum Samfylkingarinnar á milli landsfunda.

Næsti landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í haust en dagsetningar fundarins hafa ekki verið ákveðnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert