Fastur í Moskvu

Jana og Ramin Sana með nýfæddan son sinn.
Jana og Ramin Sana með nýfæddan son sinn. mbl.is

Fyrir tæpu ári var Ramin Sana tekinn höndum í rússneskri borg og færður til Moskvu. Hefur hann ekki haft heimild til að yfirgefa borgina sína.

Tilefni handtökunnar var ákæra sem gefin var út á hendur honum í Úsbekistan fyrir meinta aðild að því að gera ungmennum kleift að flytjast ólöglega til Þýskalands.

Sana, sem vísar ákærunum á bug, fullyrðir að þolinmæði rússneskra stjórnvalda sé á þrotum og að sín bíði nú framsal til Úsbekistans á næstunni. Sana átelur framgöngu íslenskra stjórnvalda en hann er íslenskur ríkisborgari.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag vísar innanríkisráðuneytið því á bug að „óeðlilegur dráttur“ hafi orðið á málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert