Erill við sjúkraflutninga

Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en það sinnti um 25 sjúkraflutningum. Þá var slökkviliðið kallað út vegna elds í sinu í Elliðaárdal. Þegar að var komið reyndist eldur loga í áningarbekk í svonefndu „Indíánagili“ neðan við Bakkahverfið í Breiðholti.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn í bekknum.

Hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins  fengust þær fréttir að nóttin hafi verið einstaklega róleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert