Harma niðurskurð sóknargjalda

Á aðalsafnaðarfundi Lögmannshlíðarsóknar á Akureyri var samþykkt ályktun þar sem harmaður er róttækur niðurskurður á sóknargjöldum á síðustum árum og alþingismenn hvattir til þess að sporna við því að til frekar niðurskurðar komi.

Fundurinn var haldinn í Glerárkirkju í gær. Ályktunin sem samþykkt var er svohljóðandi:

„Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 22. maí 2011 harmar þann róttæka og ósanngjarna niðurskurð á sóknargjöldum sem orðið hefur á hinum síðustu árum. Fundurinn varar við því að frekari niðurskurður muni koma alvarlega niður á þjónustu við alla þá aldurs- og þjóðfélagshópa sem til kirkjunnar leita og þiggja þjónustu hennar. Minnt er á að sóknargjöld eru  félagsgjöld í eðli sínu sem renna jafnt til safnaða þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trúfélaga og standa undir grunnþjónustu þeirra og mynda þar með mikilvægan þátt í velferðaruppbyggingu samfélagsins. Fundurinn hvetur háttvirt alþingi til þess að sporna við því að til frekari niðurskurðar komi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert