Í kapphlaupi við tímann

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Ekki tókst að ná endanlegu samkomulagi um framvindu stjórnarfrumvarpanna um breytingar á stjórn fiskveiða fyrir helgi. Í gær var reynt að ná samkomulagi um meðferð stærra frumvarpsins, en hið minna er nú til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Að öðru óbreyttu er það á dagskrá þings á mánudag, auk frumvarps Hreyfingar um breytingar á stjórn fiskveiða, en engin fyrirheit um tímamörk afgreiðslu þess, að því er fram kemur í umfjöllun um verklagið á Alþingi í Morgunblaðinu í dag.

Í gær kallaði sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd eftir umsögnum hagsmunaaðila um minna frumvarpið. Í næstu viku er henni síðan ætlað að taka á móti gestum og afgreiða frumvarpið, allt á þremur dögum. Sigurður Ingi Jóhannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, segir venjuna vera þá að umsagnaraðilar hafi tvær vikur og þyki mörgum það knappt. Hann segir ekki standa á stjórnarandstöðunni að ljúka afgreiðslu minna frumvarpsins á grundvelli atriða sem allir geti verið sammála um. Um það sé hins vegar ekki samstaða innan stjórnarliðsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert