Ýmsar ástæður fyrir seinkunum

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express. mbl.is/Jón Pétur

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að margar flugvélar á vegum fyrirtækisins hafi verið of seinar síðasta sumar. 

„Við vorum einmitt að byrja með flug til Bandaríkjanna á þessum tíma og jafnframt var þetta erfiður tími því við vorum að byrja með nýjan þjónustuaðila og gerðum miklar breytingar á áætlanakerfi okkar.“

Fréttablaðið sagði frá því í dag að vélar Iceland Express hefðu verið of seinar í 64% tilvika yfir sumarmánuðina í fyrra. Matthías bendir á að á tímabilinu september - maí hafi flug á vegum fyrirtækisins hins vegar verið á áætlun í 65% tilvika. 

„Það er í raun ekki alveg sanngjarnt að miða núna við þessa mánuði í fyrra. Við höfum verið að bæta okkur og gert ýmislegt til þess; breytt lendingartímum og byrjað að nota varaflugvél. Við erum jafnframt með háleit þjónustumarkmið og stefnum á að ná 75% á réttum tíma, sem er mjög hátt,“ segir Matthías.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert