Beit lögreglukonu í höndina

Kona beit lögreglukonu í höndina, þegar verið var að færa hana í fangageymslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu á sjöunda tímanum í morgun.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var lögreglukonan með gúmmíhanska, en konan náði að bíta í gegnum hann. Lögreglukonan er með nokkra áverka á hendi og leitaði á slysadeild eftir atvikið.

„Það kemur fyrir að fólk er ekkert sérstaklega sátt við að vera fært í klefa,“ sagði talsmaður lögreglu og sagði að fólk gripi stundum til ýmissa óyndisúrræða til að láta í ljós vanþóknun sína á fangavist. Ekki væri þó algengt að lögregluþjónar væru bitnir við skyldustörf sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert