Efli samvinnu Íslands og Kína

Ólafur Ragnar Grímsson tekur á móti Jiang Zemin, þáverandi Kínaforseta, …
Ólafur Ragnar Grímsson tekur á móti Jiang Zemin, þáverandi Kínaforseta, á öðru kjörtímabili sínu á Bessastöðum. Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þakkaði Wang Gang, stjórnarerindreka í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, fyrir aðstoð Kínverja við Íslendinga frá hruni á fundi á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í kínverskum fjölmiðlum.

Komið var á diplómatískum tengslum á milli Íslands og Kína hinn 8. desember 1971 og styttist því óðum í 40 ára afmæli þeirra samskipta.

Wang segir Kínastjórn tilbúna til að líta á 40 ára afmælið sem nýtt tækifæri til að starfa með íslenskum stjórnvöldum og fullnýta þannig möguleika á efnahagssamvinnu svo auka megi tvíhliða verslun ríkjanna. Slík samvinna efli hagvöxt í báðum ríkjum.

Sagt er fundi forsetans og Wang á kínversku fréttasíðunni CRI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert