Kannabisilm lagði út á götu

Kannabisræktun.
Kannabisræktun. Júlíus Sigurjónsson

Lögregla höfuðborgarsvæðisins fann í gær um sextíu fullvaxnar kannabisplöntur, tilbúnar til niðurskurðar og verkunar, í lokuðu og gluggalausu rými við Síðumúla í Reykjavík. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum Vísi.

Að því er segir í fréttinni lagði kannabisilminn út áf götu og runnu lögreglumenn á lyktina. Rýmið er í kjallara undir iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Um var að ræða vatnsræktun með tilheyrandi búnaði. Sá er stóð að ræktuninni hefur komið við sögu lögreglu áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert