Nývarð og Vinsý leyfð en ekki Hannadís

Mannanafnanefnd hefur fallist á að eiginnöfnin Nývarð, Vinsý og Jamil verði skráð á mannanafnaskrá en hafnað eiginnafninu Hönnudís og millinafninu Arndal. 

Ástæðan fyrir því að nafninu Hönnudís var hafnað er sú, að það er talið fara gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Hanna, í aukaföllum Hönnu. Ekki sé hefð fyrir því að fyrri liður samsetts nafns fallbeygist, það geri  aðeins sá síðari. Nafnið Hannadís (í eignarfalli Hönnudísar) brjóti þannig í bág við íslenskt málkerfi.  

Um millinafnið Arndal segir nefndin, að það sé meginregla að óheimilt sé að nota ættarnafn  sem millinafn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert