Fundarlaunin verða veitt

Hluti ránsfengsins.
Hluti ránsfengsins. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Frank Michelsen úrsmíðameistari gerir ráð fyrir að hann munu greiða út þá eina milljón króna sem hann hét í fundarlaun þeim sem gæfi upplýsingar sem varpað gætu ljósi á ránið sem átti sér stað í úraverslun hans á Laugavegi. Málið upplýstist á miðvikudaginn og ránsfengurinn, úr að verðmæti 50-70 milljónir króna, fannst allur.

Frank veit þó ekki hvenær fundarlaunin verða afhent og hver fær þau. „Rannsókninni er ekki lokið og ekki allir þræðir komnir. Ég talaði við lögregluna í morgun og þeir gera ráð fyrir að rannsóknin standi í nokkrar vikur í viðbót áður en málið er full klárað. Um leið og hægt er veitum við þessi fundarlaun einum eða fleirum sem hafa komið með þær ábendingar sem skipta máli. En ég hugsa að við munum ekki gefa upp hverjir fá launin til að vernda þá. Því það eru afskaplega hættulegir menn sem standa á bak við þetta rán."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert