„Þurfti ekki að fara svona“

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður telur að bílaleigur landsins ættu að geta átt nokkra neyðarsenda í fórum sínum fyrir ferðamenn sem hyggjast ganga út fyrir vegi eða leggja leið sína um fáfarnar slóðir.

Ólína tók þátt í leitinni að sænska ferðamanninum sem fannst látinn á Sólheimajökli. Hún segir að sú hugsun hafi verið áleitin hvort þetta hefði þurft að fara svona. „Ég hef ekki getað varist svarinu heldur: Þetta þurfti ekki að fara svona,“ skrifar Ólína í pistli sínum sem heitir „Til varnar fáráðum ferðamönnum“.

Hún leiðir einnig hugann að því hvernig við kynnum landið okkar og skrifar:

„Við vegslóðann upp að Sólheimajökli er skilti. Á því standa aðeins tvö orð: Glacier Walks.

Já, hvernig markaðssetjum við landið okkar? Er markaðssetningin nægilega ábyrg? Við dásömum hina hrikalegu náttúru til þess að laða og lokka – fegrum aðstæðurnar – og ruglum þar með saman kynningu og markaðssetningu.

Nú ætla ég ekki að áfellast einn eða neinn, heldur aðeins að biðja alla hlutaðeigandi að líta í eigin barm.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert