Spáir því að Jóni verði fórnað

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega óstarfhæf, allur tíminn fer í innanhússátök og erjur. Það blasir við öllum að Samfylkingin hefur sett VG stólinn fyrir dyrnar,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni og vísar þar til þess að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hafi ekki viljað lýsa yfir áframhaldandi stuðningi við Jón Bjarnason sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ólöf spáir því að Jón verði látinn fara úr ríkisstjórninni „svo hægt sé að halda áfram með ESB - þvert ofan í vilja þjóðarinnar. Það, að VG ætli að láta undan þessari kröfu, sýnir og sannar að það eina sem vakir fyrir þeim er að sitja fastir í stólunum.“

Facebook-síða Ólafar Nordal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert