Íslandi hótað refsiaðgerðum ef ekki semst í janúar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í þessari viku leggja fram tillögu að refsiaðgerðum gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilunnar. Tillagan verður í framhaldinu lögð fyrir ráðherraráð sambandsins og loks Evrópuþingið samkvæmt fréttavefnum Fis.com í dag.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is náðist ekki samkomulag fyrir helgi á milli ESB, Noregs, Íslands og Færeyja um skiptingu makrílstofnsins á fundi sem fram fór í Clonakilty á Írlandi síðastliðinn föstudag.

Samkvæmt frétt Fis.com verður aftur fundað í janúar næstkomandi til þess að reyna að finna lendingu í deilunni. Takist ekki að ná samkomulagi þá verði Íslendingar fyrstir til þess að finna fyrir refsiaðgerðum ESB.

„Við fögnum þessu skrefi enda hefur aðdragandinn að því verið langur. Það mun senda skýr skilaboð til Íslands og Færeyja um að ESB sé alvara um að grípa til aðgerða gegn ofveiði,“ er haft eftir Ian Gatt, framkvæmdastjóra samtaka skoskra útgerðarmanna.

Á færeyska sjávarútvegsvefnum fisk.fo er haft eftui Jákup Mikkelsen, ráðherra sjávarútvegsmála, að hann harmi að ekki skyldu nást samningar um skiptingu makrílkvótans. Færeyingar vilji að gerður verði samningur um veiðarnar sem tryggi að nýting makrílstofnsins verði sjálfbær. Þó komi ekki til greina að gera samning þar sem hlutur Færeyja verði fyrir borð borinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert