Umræður um bandorminn halda áfram

Umræður um frumvarp fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum (bandorminn) var frestað á miðnætti, en umræður höfðu þá staðið mestallan daginn. Enn eru allmargir á mælendaskrá. Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og halda umræður þá áfram.

Frumvarpið felur í sér breytingar á sköttum og gjöldum og er liður í fjáröflun fyrir ríkissjóð. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og sagt að gengið sé of langt í skattheimtu. Stjórnarliðar segja að frumvarpið feli ekki í sér almenna skattahækkun á almenning á landinu. Því hafnar stjórnarandstaðan sem segir að það komi á endanum í hlut almennings að greiða þá skatta sem lagðar eru á fyrirtækin í landinu. Frumvarpið stuðli einnig að hækkun verðlags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert