Steingrímur verður atvinnuvegaráðherra

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon verður atvinnuvegaráðherra og Jón Bjarnason hættir sem ráðherra. Tillaga þar að lútandi var samþykkt á þingflokksfundi VG sem var að ljúka.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is sátu þrír þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ráðherrum verður fækkað úr tíu í átta og tekur Steingrímur við ráðuneytum þeirra ráðherra sem nú hætta, þeirra Jóns og Árna Páls Árnasonar. 

Ögmundur Jónasson mætir á fundinn hjá VG.
Ögmundur Jónasson mætir á fundinn hjá VG. mbl.is/Ómar Óskarsson
Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir á fundi VG.
Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir á fundi VG. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert