Ríkið hætti að styrkja stjórnmálaflokka

mbl.is/Arnaldur Halldórsson


Ungir sjálfstæðismenn fagna nýlegri tillögu Lilju Mósesdóttur um að ríkið hætti að styrkja stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SUS.

„Samkvæmt fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að um 300 milljónir króna renni úr vasa skattgreiðenda til stjórnmálaflokka. Það er um helmingur þeirrar fjárhæðar sem gert var ráð fyrir að skorin yrði niður á Landspítalanum.

Stjórnmálamenn eiga að fara fram með góðu fordæmi og hefja sparnað í ríkisfjármálum hjá sjálfum sér. Fækkun ráðuneyta er dæmi um skref í rétta átt hvað það varðar. Samhliða afnámi ríkisstyrkja er nauðsynlegt að afnema hámarksstyrki til stjórnmálaflokka. Það aðhald sem lýðræðið veitir stjórnmálaflokkum á að vera nægjanlegt aðhald með fjármálum þeirra," segir í tilkynningu SUS.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert