Nýr meirihluti í Kópavogi

Kópavogur
Kópavogur Árni Sæberg

Viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa í dag hafa borið árangur, og samkvæmt heimildum mbl.is hefur náðst samkomulag milli flokkanna um að mynda nýjan meirihluta. Telja má víst að tilkynnt verði um nýja meirihlutann síðar í dag, en ekki hefur náðst í fulltrúa flokkanna.

Í síðustu kosningum fengu sex framboðslistar menn kjörna í bæjarstjórn. Þar á meðal voru tvö ný framboð, Y-listi Kópavogsbúa og Næstbesti flokkurinn, sem bæði spruttu, að eigin sögn upp úr mikilli óánægju íbúa með framgöngu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem voru við völd í bænum í 20 ár. Fulltrúar Y-listans áttu viðræður við Sjálfstæðisflokkinn seint í síðasta mánuði en eftir stuttar viðræður sendi Y-listinn hins vegar frá sér yfirlýsingu og sagðist ekki sjá fram á að geta myndað starfhæfan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.

Flokkarnir héldu áfram viðræðuferlinu í dag og samkvæmt heimildum mbl.is náðu flokkarnir, ásamt Framsóknarflokki saman um að mynda nýjan meirihluta. Hann stendur þó tæpt því aðeins þarf einn bæjarfulltrúa til að fella mál meirihlutans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert