Snjórinn góður fyrir jöklana

Vatnajökull
Vatnajökull mbl.is/Rax

Oddur Sigurðsson, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mikil snjókoma í vetur sé almennt góðar fréttir fyrir jökla á Íslandi, en hitastig á sumrin sé þó enn meira ráðandi um afkomu þeirra.

Jöklar á Íslandi hafa verið að minnka síðustu ár vegna hlýnandi veðurfars. Oddur segir að það sem ráði mestu um afkomu jökla sé annars vegar hversu mikið snjóar á veturna og hins vegar hversu hlýtt er yfir sumarið. Hann segir að sveiflan í úrkomu yfir veturinn geti orðið allt að tvöfaldur milli úrkomumestu árum frá þeim árum þar sem úrkoman er minnst. Bráðnunin vegna sumarhitans geti hins vegar verið allt að fjórföld milli ára. „Sveiflan í sumarafkomunni er miklu meiri en vetrarafkomunni,“ segir Oddur.

Mikið hefur snjóað á láglendi í vetur. Ástæðan er sú að þegar úrkoman féll var hitastig undir frostmarki. Oddur segir að hitastig á jöklum á veturna sé yfirleitt alltaf undir frostmarki og því falli öll úrkoma þar að jafnaði sem snjór. Oddur tekur fram að hann hafi ekki hafa skoðað hversu mikil heildarúrkoman hafi verið í vetur.

Síðustu ár hefur hiti á sumrin verið yfir meðallagi, en síðasta sumar var þó ekki tiltakanlega heitt, sérstaklega fyrir norðan og austan. Það hafði áhrif á jöklana.

Jöklar hér á landi eru mældir að vori og hausti. Tölurnar gefa því góða mynd af því hvernig sjókoma á veturna og hitinn á sumrin hafa áhrif á afkomu jöklanna. Að auki eru jökulsporðarnir mældir á haustin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert