Tuttugu fjárfestingasamningar í undirbúningi

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Ómar

Tuttugu fjárfestingasamningar eru í undirbúningi eða gangi. Ef þeir verða allir að veruleika er um að ræða fjárfestingu upp á 200 milljarða á næstu misserum eða árum, og um 1.745 ársverk. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði um vinnu ráðherranefndar um atvinnumál sem sett var á fót í janúar 2011. Hann var ekki ánægður með svör forsætisráðherra og bað Jóhönnu um að greina frá því hvaða tillögur hafi orðið til í nefndinni. „Ég vil minna á að stóryrðaglamur er ekki forysta. Ríkisstjórn á að veita landinu forystu með málefnalegri umræðu og svara þeim spurningum sem til hennar er beint.“

Jóhanna sagðist telja sig hafa gert grein fyrir stöðunni í vinnu á vegum ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum eins og best hún getur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert