Össur: Krugman og krónan

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

„Vitaskuld er nauðsynlegt að skoða öll sjónarmið þegar kemur að framtíðarskipulagi gjaldeyrismála hér á landi. Það er hins vegar staðreynd að flotgengiskerfið sem var tekið upp hér á landi árið 2001 endaði reynslutíma sinn illa árið 2008“, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

Þar fjallar Össur m.a. um pistla sem Paul Krugman, nóbelshafi í hagfræði skrifar reglulega í NYT. Í grein sinni segir Össur m.a. „Nú hafa að sönnu verið skiptar skoðanir milli fræðimanna um kosti og galla þess að taka upp evruna hér á landi sem og í öðrum hagkerfum. Reynslan er hins vegar ólygnust. Íslenska krónan hefur ekki reynst okkur vel. Það hefði Krugman vitað ef hann byggi á Íslandi og hefði þekkt betur til íslenskra aðstæðna".

Grein Össurar má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert