Jarðskjálfti upp á 3,5 út af Gjögurtá

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Jarðskjálftar á bilinu 3,0 til 3,5 stig mældust um 10 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá við mynni Eyjarfjarðar upp úr klukkan tíu í kvöld. Varð fólk vart við hann víða á svæðinu, meðal annars á Dalvík.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftarnir hafi verið tveir og hafi fundist auk þess á Ólafsfirði, Siglufirði og í Svarfaðardal.

Þá segir að skjálftar af þessari stærð verði af og til á þessu svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert