Annar skjálfti og öflugri

Þrír skjálftar mældust yfir þrjú stig í nótt.
Þrír skjálftar mældust yfir þrjú stig í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands

Annar jarðskjálfti mældist í grennd við Helgafell í Hafnarfirði um eittleytið í nótt. Samkvæmt bráðabirgðamælingum er hann nærri fjórum stigum. Sá fannst mun víðar en fyrri skjálftinn og eru fregnir af því að íbúar í Hveragerði hafi fundið fyrir skjálftanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru upptökin á sama stað og sá fyrri, en eftir er að fara betur yfir báða skjálftana. Fyrri skjálftinn er talinn vera á milli 3,2 og 3,7 og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert