Sími og fundarstaður bankamanna hleraðir

mbl.is

Fyrrverandi háttsettir yfirmenn í einum föllnu bankanna komust að því við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara að lögreglan hafði ekki einungis beitt símahlustun í þágu rannsóknar heldur einnig hlerað fundarstað þar sem þeir hittust löngu eftir efnahagshrunið.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara voru spilaðar upptökur úr síma til að hressa upp á minni þeirra sem verið var að yfirheyra. Svo var spurt út í tiltekinn fund mannanna sem haldinn var á skrifstofu í miðborginni löngu áður en yfirheyrslan fór fram.

Þegar kom í ljós að viðkomandi mundi ekki efni fundarins í smáatriðum var spiluð hljóðritun af fundinum til að hressa upp á minnið.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kvaðst ekki geta svarað til um einstök mál en sagði að embættið notaði öll þau úrræði sem lög um meðferð sakamála byðu upp á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert