Félagsfundur HH í dag

heimilin.is

Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir félagsfundi í dag klukkan 13 til 15. Fundurinn fer fram í húsnæði Tækniskólans, Skólavörðuholti. Við upphaf fundar mun Andrea J. Ólafsdóttir, formaður stjórnar, fara nokkrum orðum um nýfallinn gengislánadóm og þýðingu hans.

Því næst fer Andrea yfir hugmyndir um samvinnu Hagsmunasamtaka heimilanna við verkalýðsfélög sem kunna að vilja samþætta lána- og launakjarabaráttuna. Kemur þetta fram í tilkynningu frá samtökunum.

Að auki mun Þorvaldur Þorvaldsson flytja erindi um húsnæðismál og Ragnar Þór Ingólfsson um lífeyrissjóðsmál. Því næst taka við fyrirspurnir og umræður og að lokum verður ályktun fundarins borin upp.

Fundarstjóri verður Ólafur Garðarsson, gjaldkeri stjórnar HH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert