Þrýstu á íslensk stjórnvöld

Árni Matiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrir Landsdómi í dag.
Árni Matiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. mbl.is/Kristinn

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, leiddi að því líkur að strangar kröfur breska fjármálaeftirlitsins um flutning eigna úr Landsbankanum á móti innlánum vegna Icesave-reikninga í Bretlandi hafi verið liður í að þvinga íslensk stjörnvöld til að leggja fram tryggingar.

Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, spurði Árna hvort hann hefði komið að viðræðum milli fjármálaeftirlita Bretlands og Íslands um Icesave-reikingana um sumarið 2008.

„Ég fylgdist ekki með þeim.“

„Óskaði Baldur Guðlaugsson [fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins] eftir að þú kæmir með beinum hætti að þessum viðræðum?“ spurði Andri.

„Nei,“ sagði Árni.

„Það hafa ekki komið þau tilmæli frá samráðshópnum [um fjármálastöðugleika] eða Baldri að þú beittir þér með beinum hætti?

„Nei. Ég man ekki eftir því... enda fór þetta í gegnum fjármálaeftirlitið og viðskiptaráðherrann,“ sagði Árni og ítrekaði að hann hefði ekki verið beðinn að grípa inn í atburðarásina.

Árni vék því næst að þeim „afturkipp“ sem hefði orðið í viðræðum fjármálaeftirlita ríkjanna um flutning Icesave yfir í breskt dótturfélag og velti því næst upp þeirri spurningu hvort þennan viðsnúning í viðmóti Bretanna megi rekja til þess „að þeir hafi verið að byggja sig upp í þá stöðu að íslensk stjórnvöld kæmu inn með fjármuni til að gera þetta mögulegt“.

Átti Árni þar við áðurnefndan flutning eigna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert