Vitnaleiðslum í Landsdómi lokið

Vitnaleiðslum er lokið í Landsdómi. Geir H. Haarde ásamt lögmönnum …
Vitnaleiðslum er lokið í Landsdómi. Geir H. Haarde ásamt lögmönnum sínum í dag. mbl.is/Kristinn

Réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi hefur verið frestað þar til kukkan 13.00 á fimmtudag. Um 40 vitni hafa komið fyrir dóminn og var Geir síðastur til að bera vitni. Lýsti Geir því þá yfir að hann og fleiri hefðu talið að bankastjórnendur myndu gera allt til að afstýra hruni.

Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, spurði Geir nokkurra spurninga, m.a. út í stöðuna eins og hún horfði við stjórnvöldum haustið 2008.

„Það datt engum annað í hug en að þessir bankamenn og stjórnendur myndu gera allt sem þeir gætu gert til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna,“ sagði Geir og ítrekaði að stjórnvöld hefðu rætt stöðuna við bankamenn og leiðir til að draga úr hættunni.

„Við gerðum það sem við gátum til að ýta á þetta. Ég held að það sem verjandi minn hefur ítrekað vitnað og fram kom í þessari gagnkvæmu hvatningu sem fram komi í máli Halldórs J. Kristjánssonar ... það var einmitt það sem var í gangi milli mín og þeirra,“ sagði Geir um þessa hvatningu og vísaði til Halldórs, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem gaf vitni í gegnum síma í gær.

Saksóknari pakkar saman eftir vitnaleiðslur í Landsdómi. Málflutningur hefst á …
Saksóknari pakkar saman eftir vitnaleiðslur í Landsdómi. Málflutningur hefst á fimmtudag. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert