Allur hagnaðurinn skattlagður

Ríkissjóður myndi taka til sín allan hagnað sjávarútvegsfyrirtækjanna og gott betur yrði nýtt kvótafrumvarp að lögum. Þetta eru niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sem kynntar voru á fundi í morgun.

Samkvæmt útreikningum Deloitte hefði þessi skattlagning þýtt að ríkissjóður hefði tekið til sín 105% af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækjanna á árunum 2001-2010. Ríkið hefði því tekið til sín allan hagnaðinn og 5% til viðbótar.

„Með breytingum sem verið er að leggja til er verið að taka út úr greininni allan hvata til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Þessi skattlagning muni ekki aðeins koma niður á greininni heldur á þjóðinni í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert