Rothögg að fá ekki fisk til að vinna

Dalvík.
Dalvík. www.mats.is

Yfirverkstjóri fiskvinnslu Samherja á Dalvík segir ákvörðun Deutsche Fischfang Unionum að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila þar til Seðlabankinn upplýsir um hvað hann hafi fyrirtækið grunað vera rothögg fyrir starfsemina.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á Dalvík hafi staðið til að vinna 3.500 tonn af slægðum þorski frá DFFU á fjögurra mánaða tímabili, frá miðjum apríl og fram í september.

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands og embætti sérstaks saksóknara gerðu húsleitir á starfsstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku en í aðgerðunum var m.a. lagt hald á bókhaldsgögn, tölvupósta og rekstraráætlanir DFFU.

„Þetta er ekkert flókið í mínum huga; ef þetta stendur og við verðum af þessum 3.500 tonnum þá er þetta bara rothögg fyrir okkur,“ segir Sigurður Jörgen Óskarsson, yfirverkstjóri í fiskvinnslu Samherja á Dalvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert