Bergþór Ólason: Reglur RÚV

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

„Eigendur RÚV, almennir borgarar í landinu, eiga skilyrðislausa kröfu til þess að starfsmenn Ríkisútvarpsins gæti fyllstu hlutlægni í störfum sínum og láti eigin skoðanir á málum ekki hafa minnstu áhrif á störf sín. Val á fréttaefni í fréttatíma, val á umfjöllunarefni umræðuþátta, val á viðmælendum, hvers er spurt, hvað látið óspurt; allt eru þetta prófsteinar á frétta- og dagskrárgerðarmenn", segir Bergþór Ólason fjármálastjóri í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Þar segir Bergþór m.a.að frétta- og dagskrárgerðarmenn megi ekki láta persónulegar skoðanir sínar eða hagsmuni hafa áhrif á störf sín. Þá talar Bergþór um vinnureglur innan RÚV þar sem ríkisútvarpið harðbannar þáttastjórnendum að taka þátt í starfi stjórnmálaflokka, leyfir þeim ýmislegt annað.

Hann segir þá mega til dæmis halda úti rammpólitískum vefsíðum þar sem þeir tjá sig oft á dag, með stórum orðum og þungum dómum, um allt sem hæst ber. Þar mega þeir hefja suma menn upp til skýjana en níða skóinn af öðrum.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Bergþór: „Hversu lengi mun yfirstjórnin láta það viðgangast að hatrömmustu baráttumenn pólitískrar stjórnmálaumræðu í landinu stjórni jafnframt þjóðmálaumræðuþáttum Ríkisútvarpsins? Hversu lengi hyggst núverandi yfirstjórn láta eins og hún sjái ekki það sem allir aðrir sjá?"

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert