Gæslan vill breytingar á frumvarpi

Gæslan vill breytingar á kvótafrumvarpinu.
Gæslan vill breytingar á kvótafrumvarpinu. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.

Meðal annars er gerð athugasemd við að hlutur Gæslunnar sé fyrir borð borinn í annarri grein frumvarpsins, sem fjallar um stjórnvöld.

Í athugasemdum segir: „Í 2. gr. frumvarpsins er greint frá því hvaða stjórnvöld hafa hlutverk samkvæmt lögunum. Algerlega er sleppt að nefna Landhelgisgæslu Íslands, sem þó hefur ærinn starfa við fiskveiðieftirlit, m.a. í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (fjareftirlit), auk eftirlits landhelgisgæsluflugvélar og þyrlna, varðskipa og annarra eftirlitsskipa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert