120 milljónir í endurbætur á hjúkrunarheimili

Borgarbyggð
Borgarbyggð mbl.is/Árni Sæberg

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur úthlutað úr framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2012. Úthlutað var fé til framkvæmda á níu dvalar- og hjúkrunarheimilum sem stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra, samtals um 150 milljónum króna.  

Hæsta úthlutunin, 120 milljónir króna, rennur til verulegra breytinga og endurbóta á dvalar- og hjúkrunarheimilinu aldraðra í Borgarbyggð. Unnið verður að þeim framkvæmdum samhliða opnun nýrrar hjúkrunarálmu sem þar er í byggingu. Næsthæsta úthlutunin, 20 milljónir króna, rennur til breytinga og endurbóta á Hrafnistu í Reykjavík.

Verkefni á öðrum heimilum sem fá framlag úr framkvæmdasjóði aldraðra eru smærri í sniðum en varða einnig ýmis konar endurbætur og breytingar á húsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert