Átakið „Allir vinna“ er nú í breyttri mynd

Átakið á að stuðla að aukinni atvinnu fyrir iðnaðarmenn.
Átakið á að stuðla að aukinni atvinnu fyrir iðnaðarmenn. mbl.is/Eggert

Alls nýttu 22.875 einstaklingar sér frádrátt vegna átaksins „Allir vinna“ við framtalsgerð árið 2012, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra.

Þetta fór á samtals 19.752 framtöl, en frádrátturinn getur verið hjá báðum hjónum eða sambúðarfólki.

Átakið „Allir vinna“ hefur verið framlengt til 1. janúar 2013. Þetta er þriðja árið sem átakið stendur. Í því felst að fólk fær endurgreiddan allan virðisaukaskatt vegna aðkeyptrar vinnu við viðhald og endurbætur á íbúðar- og frístundahúsnæði. Sú breyting verður nú frá síðustu tveimur árum að tekjuskattsstofn verður ekki lengur lækkaður vegna slíkra framkvæmda, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar, ríkisskattstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert