Skipið losnaði af strandstað

Flutningaskipið Fernanda losnaði af sjálfsdáðum af strandstað í innsiglingunni í Sandgerði kl. 15:02, ekki var þörf á aðstoð, samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.

Er skipið nú komið að bryggju í Sandgerði. Mun rannsóknarnefnd sjóslysa nú taka við gögnum frá Landhelgisgæslunni og lögreglunni og taka við málinu.

Skipið mun hafa komið of hratt í innsiglinguna og því strandað. Skemmdir eru litlar sem engar á skipinu og engin olíuleki varð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert