Enn vont veður víða

Vegir eru greiðfærir á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi, þó er varað við sandfoki á Skeiðarársandi og hálkublettir og skafrenningur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálkublettir og éljagangur eru í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja og éljagangur er víða í Ísafjarðarbæ. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og þungfært á Dynjandisheiði. Hálkublettir og skafrenningur er á Klettshálsi, annars eru hálkublettir víða á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er skafrenningur og hálkublettir frá Staðarskála í Miðfjörð. Hálka og skafrenningur er í Langadal, á Vatnsskarði. á Þverárfjalli. Éljagangur og hálka er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er víða snjóþekja eða hálka og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hólasandi og snjóþekja og skafrenningur um Hófaskarð, Hálsa, á Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Vatnsskarði eystra. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði, annars er víða hálka eða snjóþekja. Ófært á Breiðdalsheiði og á Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert