Örvar Guðni: Útreikningurinn ofmetur auðlindarentuna

Örvar Guðni Arnarson
Örvar Guðni Arnarson

„Hinn staðfasti sjávarútvegsráðherra okkar Íslendinga, Steingrímur J. Sigfússon, skipaði Indriða Þorláksson og Helga Hjörvar í starfshóp ásamt tveimur ráðuneytismönnum til að reikna út gjaldstofn til veiðiskatts“, segir Örvar Guðni Arnarson, viðskiptafræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Starfshópurinn hannaði aðferð til að reikna út svokallaða auðlindarentu sjávarútvegs sem áætlað er að skattleggja um 70%. Útreikningur þeirra félaga er rangur, segir Örvar Guðni, og ofmetur auðlindarentuna um tugi milljarða eða um vel rúmlega helming. Slíkt gengur að sjálfsögðu ekki.

Í grein sinni segir Örvar Guðni m.a.: „Það er ekkert grín að leggja fram frumvarp með slíkum rangfærslum. Gríðarlegur fjöldi sjávarútvegsfyrirtækja mun fara í þrot. Afleidd störf verða í uppnámi. Fjárfesting mun dragast saman“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert