18 tíma umræður um stjórnarskrármálið

mbl.is/Hjörtur

Alls hafa verið haldnar 119 ræður á Alþingi um stjórnarskrármálið og hafa þær samtals staðið yfir í rúmar 18 klukkustundir.

Þetta sýnir samantekt Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna, sem gerð var að loknum þingfundi í fyrradag, laugardaginn 19. maí.

Þar kemur meðal annars fram að alls hafa verið gerðar 798 athugasemdir eða andsvör í málinu sem hafa varað í tæpar 22 klukkustundir.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur flutt sex ræður og borið fram 53 athugasemdir um málið og flokksbróðir hans, Pétur Blöndal, hefur flutt níu ræður og gert 68 athugasemdir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur flutt átta ræður um stjórnarskrármálið og komið með 73 athugasemdir.

Aðrir sem komast á lista Bergs um þá þingmenn sem hvað áhugasamastir virðast vera um stjórnarskrármálið eru Vigdís Hauksdóttir, sem hefur gert flestar athugasemdir við það eða 92, Ásmundur Einar Daðason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert