Þjóðbúningasýning á Húnavöku

Börn og fullorðnir sýndu búningana og gengu um á meðal …
Börn og fullorðnir sýndu búningana og gengu um á meðal gestanna. mbl.is/Jón Sigurðsson

Heimilisiðnaðarsafnið fylltist af fólki og andi liðinna tíma sveif yfir vötnum þegar þjóðbúningasýning var haldin í safninu á sunnudegi í Húnavöku.

Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og sérfræðingur í íslenska þjóðbúningnum, kynnti íslenska þjóðbúninginn og þær breytingar sem hann hefur tekið í gegnum tíðina m.a. vegna áhrifa af tískustraumum að utan. Börn og fullorðnir sýndu búningana og gengu um á meðal gestanna sem gæddu sér jafnframt á kaffi og kleinum í boði safnsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert