Olís hækkaði eldsneytisverð í dag

Olíuverslun Íslands hækkaði í dag verð á 95 okt. bensínu …
Olíuverslun Íslands hækkaði í dag verð á 95 okt. bensínu um 4 krónur og á dieselolíu um 2 krónur á líter. mbl.is/Árni Sæberg

Olíuverslun Íslands hækkaði verð á 95 okt. bensíni um 4 krónur/lítrinn í dag og á díselolíu um 2 krónur/lítrinn. Sjálfsafgreiðsluverð á hvoru tveggja er nú 256,70 krónur á lítra.

Eftir þessa hækkun er verð á hvoru tveggja hæst hjá Olís.

Ódýrast er 95 okt. bensín hjá Orkunni eða 249,40 krónur/lítrinn og einnig á díselolíu 252,40 krónur/lítrinn.

Verð hjá öðrum er afar keimlíkt. Þannig er nákvæmlega sama verð hjá Atlantsolíu og ÓB og hjá N1 eru báðar tegundir 30 aurum dýrari lítrinn.

Hjá N1 er verð á lítra af 95 okt. bensíni 252,70 krónur og af díselolíu 254,70 krónur.

Hjá ÓB er verð á lítra af 95 okt. bensíni 252,40 krónur og af díselolíu 254,40 krónur.

Hjá Skeljungi er verð á lítra af 95 okt. Shell V Power bensíni 254,60 krónur og á díselolíu 254,90 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert